Fréttir‎ > ‎

Alþjóðleg NA ráðstefna í Rússlandi í sumar

posted Jan 28, 2012, 6:11 AM by Illugi T.
ECCNA í Moskvu 2012
ECCNA eða European convention and conference of Narcotics Anonymous er ein stærsta ráðstefnum NA samtakanna. Hún er haldin árlega og alltaf í nýju landi og koma NA félagar alls staðar að úr Evrópu og Bandaríkjunum til að sitja ráðstefnuna. 

Þessi ráðstefna er haldinn utan um EDM fund, European delegetes meeting þar sem evrópuráð NA samtakanna hittist. Á meðan á edm fundinum stendur er fjölbreytt dagskrá af speakerum, fundum, workshop og fyrirlestrum um NA og þau málefni sem tengjast NA, svo sem sponsorship, old timers in NA, young people in NA, comunications, spiritual growth og margt fleira.

Dagskrá stendur yfir í 5 daga og er hægt að finna ýtarlegri upplýsingar á www.eccna28.org

Þar er meðal annars hægt að fá hjálp við að panta hótel, eða fá gistingu hjá NA félögum og allt þar eftir götunum.

Í fyrsta skipti í fyrra var fulltrúi NA samtakanna á Íslands viðstödd ECCNA ráðstefnuna. Hún hafði þetta að segja um sína reynslu af þessari ferð:

"Reynslan var stórkosleg, Að tengjast NA félögum um allan heim og finna það út að öll erum við að takast á við það sama og getum fundið tengingu við hvort annað alveg saman úr hvaða starfstétt við komumm hvaða landi eða á hvaða aldri við erum.
 
Á ráðstefnunni voru 12-14000 manns, fjölbreytt dagskrá, skemmtannir og margt NA tengt afþreyingarefni, svo sem söluvarningur og góður félagsskapur."

Comments