Fréttir‎ > ‎

Erfðavenjunámskeið (webinar) í Gula húsinu - 2. erfðavenja

posted Sep 15, 2015, 4:04 PM by Na Iceland   [ updated Sep 30, 2015, 4:00 PM ]
Námskeið um erfðavenjurnar verður haldið í Gula húsinu í vetur, 1. og 3. laugardag í hverjum mánuði kl 17:00. Um er að ræða vefnámskeið (webinar) þar sem námskeiðshaldarar ræða um eina erfðavenju í senn og verður svo umræður út frá þeim. Markmiðið með þessu námskeiði er að efla færni íslenska NA félagsskaparins í erfðavenjunum. 

Annað vefnámskeiðið verður haldið laugardaginn 19. september, sem fyrr segir, í A-sal Gula hússins á Tjarnargötu 20. Námskeiðshaldari að þessu sinni er Dror frá Ísrael og mun hann deila af reynslu sinni af 2. erfðavenju Narcotics Anonymous. Hann er landsfulltrúi fyrir landsþjónustu NA í Ísrael (regional delegate) og á að baki 11 ára hreinan tíma.   Námskeiðið hefst stundvíslega kl 17:00, svo félagar eru beðnir vinsamlegast um að mæta tímanlega.

Hlusta á upptöku

Dror frá Ísrael

The gadget spec URL could not be found

Comments