Fréttir‎ > ‎

Erfðavenjunámskeið (webinar) í Gula húsinu - 5. erfðavenja

posted Nov 3, 2015, 12:25 PM by Na Iceland   [ updated Nov 8, 2015, 1:39 PM ]
Námskeið um erfðavenjurnar verður haldið í Gula húsinu í vetur, 1. og 3. laugardag í hverjum mánuði kl 17:00. Um er að ræða vefnámskeið (webinar) þar sem erlendir NA félagar ræða um eina erfðavenju í senn og verður svo umræður út frá þeim. Markmiðið með þessu námskeiði er að efla færni íslenska NA félagsskaparins í erfðavenjunum. 

Fimmta vefnámskeiðið verður haldið laugardaginn 7. nóvember, sem fyrr segir, í A-sal Gula hússins á Tjarnargötu 20. Speaker að þessu sinni er Yoel frá Ísrael og mun hann deila af reynslu sinni af 5. erfðavenju Narcotics Anonymous. Hann er formaður FD nefndar EDM (Fellowship Development Committee of EDM) og fyrrum landsfulltrúi NA í Ísrael (regional delegate). Yoel er virkur í þjónustu bæði heima fyrir á vegum FD og í EDM.  Námskeiðið hefst stundvíslega kl 17:00, svo félagar eru beðnir vinsamlegast um að mæta tímanlega. Boðið er upp á léttar veitingar á námskeiðinu.

Kv. nefndin

Hlusta á upptöku

Yoel frá Ísrael

The gadget spec URL could not be found
Comments