Fréttir‎ > ‎

Frítt Google apps námskeið - skráningu að ljúka

posted Mar 30, 2012, 5:19 PM by Illugi T.

Google app hringurinn
Google Apps námskeið verður haldið þann 5. maí næstkomandi. Farið verður yfir helstu tól eða kerfi Google og hvernig hægt er að nýta sér þau til þess að efla samvinnu og bæta skipulag innan NA samtakanna. Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem koma til með að nota innri vef NA og eiga samskipti við landsþjónustu og allar undirnefndir.

Meðal forrita sem farið verður yfir:
  • Gmail
  • Google Calendar
  • Google Documents (Docs)
  • Google sites og groups
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir:
  • Landsþjónustunefnd NA
  • SOS og AT
  • Skemmtinefnd
  • Landsþjónustufulltrúa frá NA deildum
Skráning í námskeið er með tölvupósti í vefstjóra NA, admin@nai.is, eða í síma 6917778.

Lágmarksþátttöku er krafist. Henni hefur verið náð. Lokadagur til þess að staðfesta er þriðjudagur 1. maí.

9 hafa skráð sig. 3 pláss eru enn laus!

Batakveðja,
Illugi 
Vefstjóri nai.is

Comments