Fréttir‎ > ‎

Fundur Landsþjónustunefndar á laugardaginn í Gula

posted Jan 8, 2015, 3:40 PM by Na Iceland
Eins og hefur komið fram bæði á fundum Landsþjónustunefndar og Svæðisnefndar þá höfum við ákveðið að húsnæði Hjálpræðishersins henti samtökunum ekki lengur og því þurfum við að leita að nýju húsnæði fyrir fundi LÞN, SN og undirnefnda. Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vita um húsnæði sem hentar mega endilega senda ábendingar á netfangið styrinefnd@nai.is. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Fundur landsþjónustunefndar verður á laugardaginn næstkomandi kl 17 - 20 í Gula húsinu, Tjarnargötu 20 (sjá mynd). Nýliðakynning hefst kl 16:30 og er nýtt fólk hvatt til þess að sækja þær kynningar til þess að vera betur undirbúin undir fundinn. 

Hlökkum til þess að sjá ykkur.

Nefndin


Comments