Fréttir‎ > ‎Kosningar og kannanir‎ > ‎

Kosning um besta orðið yfir sponsor

posted Mar 5, 2012, 3:02 PM by Illugi T.
Niðurstaða á kosningu um þýðingu
Þar sem ekki var einhugur innan þýðingarnefndar um þýðingu á ensku orðunum sponsor, sponsee og sponsorship, var ákveðið að leita skildi álits frá NA félögum.
Heildarfjöldi atkvæða var 46, sem verður að teljast ásættanlegur fjöldi.

Niðurstaðan var sem hér segir: Trúnaðarmennska hlaut flest atkvæði sem þýðing á orðinu Sponsorship eða 21 atkvæði. Trúnaðarmaður hlaut flest atkvæði og telst vera besta þýðingin á orðinu Sponsor eða 30 atkvæði. Að lokum varð tökuorðið sponsía eða sponsí fyrir valinu sem besta "þýðing" á orðinu Sponsee og hlaut hvorki meira né minna en 27 atkvæði.

Þýðingarnefnd vill þakka fyrir fjölda atkvæða og mun styðjast við niðurstöður þessar í þýðingarstörfum sínum. Virkilega gaman að sjá að áhuginn fyrir þessu brýna verkefni, sem þýðing NA bókarinnar er, sé svona mikill.


Niðurstöður sýndar í kökuriti

Smelltu á sneiðarnar til þess að sjá fjölda atkvæða við tiltekið orð.






Comments