Fréttir‎ > ‎

NA þjónusturáðstefna á Íslandi

posted Jan 30, 2015, 4:34 PM by Na Iceland   [ updated Jan 30, 2015, 4:35 PM ]
NA Þjónusturáðstefna 2015
NA þjónusturáðstefna á Íslandi verður haldin við Úlfljótsvatn í Þingvallasveit helgina 6-8 Febrúar 2015 
Fyrir hönd Landsþjónustunefndar og Almannatengsla bjóðum við þig velkomin/n og vonumst til þess að dvöl þín verði ánægjuleg og þú fáir að fara ríkari heim. Slagorð okkar um þjónustu, einingu og bata verða haldin í heiðri þessa helgi. Ég bið að þú gefir þér tækifæri til að hjálpa einhverjum um helgina, gefa af þér, þiggja frá öðrum og minnist þess að við erum jafningjar og öll mannleg. 

Hér fyrir neðan gefur að líta dagskrá helgarinnar: 

Föstudagur 
18:00 Komið sér fyrir í skála 
19:00 Kvöldmatur 
20:00-21:30: Speaker fundur - Formenn SOS, AT og Landsþjónustu-/Svæðisnefndar deila af reynslu sinni 

Laugardagur 
09:00 Morgunmatur 
10:00 Hugleiðsla 
10:30-11:20 Náms- og lærdómssmiðja SOS og AT 
11:40-13:00 Námskeið um þjónustur, Einingu og Bata 
13:30-14:30 Hádegismatur 
15:00-17:00 Námskeið um 12 þjónustuhugtökin, með pásu 
18:00 Fundur – Umræðuefni: Þjónusta og lífið mitt 
19:10 kvöldmatur 
20:00 Kvöldvaka 
23:00 Salur 1: DJ Kjartman, Salur 2: Hljómsveit 

Sunnudagur 
09:00 Morgunmatur 
10:00 Hugleiðsla 
10:30-12 Námskeið um erfðavenjurnar 
12-13 Hádegismatur 
 14:00 NA wipeout

Ef þú vilt tryggja þér miða, vinsamlegast hafðu samband við Írisi, iris@nai.is.

V. far þá verða bílstjórar sem taka með sér fólk á staðinn. Fyrir frekari upplýsingar v. hafðu samband við Írisi, iris@nai.is.
Comments