Fréttir‎ > ‎

Útgáfupartý NA bókarinnar 19. des í Von

posted Dec 16, 2015, 3:19 PM by Na Iceland
NA bókin (Basic Text - Narcotics Anonymous)* kemur út í fyrsta skipti á íslensku laugardaginn 19. desember.
Í tilefni af því verður slegið til útgáfuteitis í Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti, sama dag kl 20:00. Frítt er á viðburðinn og kaffi og léttar veitingar verða í boði. Þetta er opinn viðburður og því allir velkomnir. Íslenska NA bókin verður seld á staðnum og NA varningur.

Davíð Þór Jónsson þýddi.

Viðburðurinn byrjar á því að tveir NA félagar halda stutt erindi um sögu NA og þýðingu NA bókarinnar. Í framhaldi verða afhentar fyrstu NA bækurnar og sala hefst formlega á bókinni. 

Bókina er einnig hægt að panta með því að senda póst á bokalager@nai.is á Íslandi. Athugið að sala hefst ekki formlega fyrr en á nefndum viðburði. Bókin kostar 2.500 kr. Einnig verður hægt að kaupa bókina í bókabúð máls og menningar á Laugarvegi (frá og með sunnudegi 20. desember).

*Hægt er að lesa hluta úr fyrstu köflum NA bókarinnar í bæklingnum Hver, hvað, hvernig og hvers vegna.
Comments