Landsþjónusta NA samtakanna


Svæðisþjónusta

(Vegna smæðar NA á Íslandi sem stendur þá sinnir landsþjónustan störfum svæðisþjónustanna)

Vinnuhestur þjónustunefnda – kannski það orð lýsi best Svæðisþjónustunni sjálfri. Stærstur hluti þeirrar handavinnu sem fer í að þjónusta N.A. deildir og samfélagið gerist einmitt á stigi svæðisþjónustu.

N.A. hópar framfleyta deildum, þar sem fíklar geta deilt af bata sínum með hverjum öðrum. Einungis lágmarks skipulag er nauðsynlegt til að halda slíka fundi. Þó þarf að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum til að breiða út boðskap N.A. samtakanna:

N.A. fundir sem haldnir eru á sjúkrahúsum og stofnunum geta hæglega náð til fíkla, sem eru í sárri þörf fyrir það sem við höfum að bjóða.

Kynningar á vegum Almannatengsla sem haldnar eru í skólum og félagahópum, fjölsendingar til fagmanna sem starfa með fíklum, tilkynningar í fjölmiðlum og dreifibréf til almennings sem og tilkynningar í útvarpi og sjónvarpi stuðla allar að því að beina fólki til N.A. samtakanna.

Fundarskrár sem sýna hvað og hvenær N.A. hópar á ákveðnum svæðum halda fundi sína, getur hjálpað fíklum og öðrum að finna fundi í nágrenninu, sem eru haldnir á þeim tímum sem henta fundargestum.

Símaþjónusta getur hjálpað þeim fíklum sem leita bata, að finna fund í næsta nágrenni. Þjónustan getur einnig uppfrætt áhugasama meðlimi úti í samfélaginu um eðli N.A. samtakanna.

Tilbúinn lager af N.A. bókum og bæklingum auðveldar hópum innan N.A. samtakanna að gera lesefni aðgengilegt á fundum.

Almennt félagsstarf getur hjálpað fíklum að aðlagast N.A. á þeirra heimasvæði enn betur ásamt því að styrkja einingu og samstöðu allra félaga innan samtakanna.

Allar þessar þjónustustöður krefjast ákveðinnar skipulagningar. Það er mikið verk sem gæti auðveldlega leitt huga N.A. hópa frá daglegum og vikulegum verkefnum sem felast í því að halda daglega og vikulega fundi fyrir meðlimi Narcotics Anonymous. Bróðurpartur þessarar þjónustu útheimtir einnig fjármagn og mannafl sem er meir en nokkur stakur hópur gæti séð samtökunum fyrir. En hvernig sinna hópar þá frumtilgangi sínum og sjá jafnframt fyrir því að öll þessi þjónustustig séu rétt starfrækt og viðhaldið? Með orðum Níundu erfðavenju okkar, "stofna þeir þjónusturáð eða nefndir sem eru í beinni ábyrgð gagnvart þeim sem þær þjóna." Og sú þjónustunefnd sem er helst innan seilingar, sú þjónustunefnd sem er í hvað bestri stöðu til að sinna þjónustu við hópa og samfélagið, er Svæðisþjónustan.


Nýstofnuð Svæðisþjónustunefnd er skiljanlega ekki fær um að veita þjónustu á sama stigi og nefnd, sem hefur verið starfrækt lengi. Það er fyllilega skiljanlegt. Nýleg Svæðisþjónusta ætti ekki að reikna með því að fara af stað af fullum krafti. Þróun Svæðisþjónustu og fullmótuð þjónusta þeirra nefnda sem hér er verið að lýsa, tekur oftar en ekki nokkur ár að mynda. Hér er þolinmæði og úthald nauðsynlegt; það margborgar sig.


Alveg eins og einstakir meðlimir N.A. sækja í hvern annan eftir stuðningi, þannig gera Svæðisþjónustur það sama. Sér í lagi á þetta við um nýjar nefndir, sem geta sótt styrk og reynslu í nágranna sína þegar línur eru lagðar fyrir þjónustu á viðkomandi svæði, hvort sem þessir sömu nágrannar eru í annarri sýslu eða öðru landi. Nýjar Svæðisþjónustur geta einnig sótt styrk í nágranna sína, sem staðhæfa að nægur tími, úthaldi og ástundun slagorðanna "Það Virkar" sé allt sem þarf. Ekkert okkar þarf að gera allt saman í einsemd, ekki í persónulegum bata okkar og ekki þegar kemur að þjónustu, ekki lengur.


Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er starfandi Svæðisþjónustunefnd á vegum N.A. á Íslandi í Reykjavík og heldur nefndin fundi annan laugardag í hverjum mánuði í Gula Húsinu, Tjarnargötu 20.


Öllum áhugasömum meðlimum N.A. á Íslandi er velkomið að sitja fundinn.


Svæðisþjónustunefndir eru algerlega ábyrgar fyrir þeim hópum sem þær þjóna. Hópar Narcotics Anonymous senda svæðisþjónustufulltrúa sína til að starfa innan Svæðisþjónustu. Meðan hópar viðhalda ábyrgð sinni við þjónustu á stigi svæðisnefndar, veita þeim kjörnum svæðisþjónustufulltrúum sínum nægilegt vald og þá einnig í gegnum þá, innan Svæðisþjónustu - til að koma því í verk sem þarf að gera


N.A. hópar senda einnig Svæðisþjónustu fjármagn, en það fjármagn fer í að reka nefndir, reka símalínur og aðra viðburði, t.d. kynningar fyrir almenning. Með þessum fjárframlögum og því vinnuframlagi sem hópar leggja til, geta hóparnir staðið við ábyrgð sína og skyldur við þjónustu innan N.A. samtakanna.


Hvaða samskipti á Svæðisþjónustunefndin við Landsþjónustu og Alþjóðaþjónustu N.A. samtakanna? Á afar svipaðan hátt og hóparnir svara fyrir svæðisþjónustu: með vandlega íhugaðri kosningu fulltrúa, sem geta axlað nauðsynlega ábyrgð, svo hægt sé að reka þjónustu á skilvirkan hátt.


Meðlimir Svæðisþjónustu

Hópar Svæðisþjónustu eru oftast þrír: Svæðisþjónustufulltrúar og vara-Svæðisþjónustufulltrúar, stjórnarmeðlimir Svæðisþjónustu og formenn undirnefnda. Sjöunda Þjónustuhugtakið segir að "allir meðlimir þjónustunefnda beri fulla ábyrgð á ákvörðunum þeirrar nefndar og ættu ávallt að taka fullan þátt í ákvarðanatöku nefndarinnar." Svæðisþjónustufulltrúar birta "grasrótar" sjónarmið á grundvelli ákvarðanatöku á stigi svæðisþjónustu, sem tryggir að ákvarðanir nefndarinnar "standi á báðum fótum" í allri ákvarðanatöku. Stjórnarmeðlimir Svæðisþjónustu og formenn undirnefnda bera einnig fulla ábyrgð á því að öllum skyldum Svæðisþjónustu sé sinnt. Vaxandi reynsla þeirra og vöxtur sem fylgir því að sinna stöðugt skyldum sínum eru ómetanlegar heimildir fyrir svæðið sjálft, sem þróast stööugt og túlkar samvisku hópsins. Aldrei ættum við að leyfa grunnþekkingu dýrmætrar reynslu að þróast án þess að nýta hana til fullnustu. Hvert og eitt svæði er ábyrgt fyrir að mynda sinn eigin ákvörðunarhóp. Þegar að slíku er staðið, ættu svæðisþjónustur að kynna sér Sjöunda Þjónustuhugtakið til hins ítrasta.


Svæðisþjónustufulltrúar

Svæðisþjónustufulltrúar eru tengiliðir hópa sinna við aðra þætti Narcotics Anonymous. Flestir hópar kjósa einnig vara-svæðisþjónustufulltrúa, sem getur leyst af hendi skyldur svæðisþjónustufulltrúa, hvenær sem þörf er á. Svæðisþjónustufulltrúar þjóna tvíþættu hlutverki. Eins og Annað Þjónustuhugtak félagsskap okkar segir, ættu svæðisþjónustufulltrúar að taka þátt fyrir hönd hópa sinna á svæðisþjónustufundum, til að birta óskir hópa sinna fyrir þjónustuskipan og til að færa til baka upplýsingar til hópa sinna um hvað er að gerast í hinum stærri heimi N.A. samtakanna. Þrátt fyrir þetta taka Tólf Þjónustuhugtök okkar skýrt fram að svæðisþjónustufulltrúum okkar sé gefið nægilegt vald til að þjóna sem hluti af svæðisþjónustu, þar sem þeir nýta dómgreind sína og samvisku til að tryggja að hagsmunum N.A. verði þjónað sem best.


Grunnverkfæri svæðisþjónustufulltrúa samanstanda venjulega af eintökum af A Guide to Local Services in Narcotics Anonymous, leiðbeiningum um störf svæðisins (ef svæðið á eitthvað slíkt) og eintak af stefnu svæðisins (ritari Svæðisþjónustu getur útvegað slíkt.) Hæfni og skilmálar þjónustu svæðisþjónustufulltrúa, er ákvarðað af hópnunum, sem kjósa fulltrúana.


Stjórnarmeðlimir

Margar svæðisþjónustur samanstanda af sex stjórnarmeðlimum: formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og tveimur öðrum fulltrúum. Þessir einstaklingar eru ábyrgir fyrir framkvæmd almennra verka sem falla beint undir gjörvalla svæðisþjónustu. Vegna þessa, er afar mikilvægt að vel sé vandað til kosningar á þeim fulltrúum. Talsverðan edrútíma og persónulegan þroska skyldi hafa í huga við kosningu á þessum fulltrúum, sem og reynsla af sporunum, þekking á erfðavenjum og þjónustuhugtökum okkar. Traustir þjónar okkar ættu að búa yfir stöðugleika og tilfinningu fyrir réttmæti og siðferði, sem getur orðið öðrum til eftirbreytni. Þessir einstaklingar ættu að vera hæfir til að þjóna, án þess að reyna að stjórna. Tilgreindur edrútími fyrir hverja stöðu getur verið breytingum háður, eftir því hvaða svæði á í hlut og fer eftir því hversu lengi N.A. hefur verið starfrækt á vðkomandi svæði.


Reynsla af störfum innan svæðisþjónustu gerir fulltrúa okkar oft hæfari til að gegna þjónustu. Reynsla af stöðu svæðisþjónustufulltrúa og stöðu meðlims undirnefndar kemur að miklu gagni. Nýleg reynsla af störfum formanns undirnefndar getur reynst ómetanleg. Frekari upplýsingar um hlutverk leiðtoga innan hópa þjónustu N.A. er að finna í umfjöllun um Fjórða Þjónustuhugtak N.A. samtakanna.


Formaður

Formaður svæðisþjónustu er ábyrgur fyrir fundahaldi svæðisþjónustu, hann undirbýr dagskránna og sinnir margvíslegum öðrum stjórnarskyldum. Helstu verkfæri formanns er stutta útgáfan af "rules of order", styrk hendi, yfirvegun og skýr hugur. Formaður getur einnig leitað eftir upplýsingum í bókum um samviskufundi, upplýsingaritum um ferli ákvarðanatöku og ritum annarra sjálfshjálparsamtaka, sem y firleitt er hægt að nálgast í nærliggjandi bókaverslunum og bókasöfnum.


Varaformaður


Helsta ábyrgð varaformanns svæðisþjónustu er skipulagning undirnefnda. Varaformaður heldur reglulegu sambandi við formenn allra undirnefnda svo hægt sé að hafa yfirsýn yfir helstu verkefni þeirra og vandamál. Varaformaður sækir fundi undirnefnda þegar því verður komið við. Ef ágreiningur kemur upp milli undirnefnda eða innan undirnefndar, kemur varaformaður til hjálpar og reynir að finna lausn á þeim ágreiningi. Varaformaðurinn vinnur náið með formönnum undirnefnda og hjálpar undirnefndum að undirbúa reglubundnar skýrslur sínar og ósk um fjármagn.


Varaformaður aðstoðar einnig formann við framkvæmd svæðisþjónustufunda og leiðir svæðisþjónustufundi sjálfur í fjarveru formanns svæðisþjónustu.


Ritari

Ritari svæðisþjónustu heldur utan um alla pappírsvinnu nefndarinnar, sem er gífurlegt starf. Grunnskyldur ritara eru að halda utan um alla fundargerð svæðisþjónustufunda og dreifa þeirri fundargerð til allra þáttakenda svæðisþjónustu innan ákveðinna tímamarka, eftir að fundi lýkur.


Við fundargerð ætti ritari alltaf að uppfæra á reglubundnum grundvelli, stefnugerð svæðisins. Fundargerðin inniheldur tillögur sem nefndin hefur komið með, sem varðar stjórnarformenn og undirnefndir. Þessar tillögur ætti að skrá CRONICALLY undir þá nefnd sem þær tilheyra. Ritarar ættu að hafa undir höndum, eintak af nýlegri stefnu svæðisins fyrir nýja svæðisþjónustufulltrúa og ættu, með reglulegu millibili, að dreifa uppfærðri útgáfu til allra meðlima svæðisþjónustu.


Vegna þess að flestir ritarar senda bréfleiðis fundargerðir til meðlima svæðisþjónustu, ætti ritari einnig að uppfæra lista yfir netföng / heimilisföng þáttakenda með reglulegu millibili. Með leyfi svæðisþjónustu, ættu þeir að senda afrit af þessum listum einu sinni eða tvisvar á ári til Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna. Þessir listar gera Alþjóðaskrifstofu það kleift að útvega hópum, undirnefndum og stjórnarmeðlimum viðeigandi upplýsingar um þeirra þátt í þjónustu.


Gjaldkeri

Starf gjaldkera svæðisþjónustu er lífsnauðsynlegt fyrir allt starf nefndarinnar. Vegna aukinnar ábyrgðar gjaldkera sem felst í því að höndla alla þá peninga sem inn koma gegnum þjónustu, er afar mikilvægt að nefndir velji gjaldkera sína af vandvirkni. Ef nefndin velur einhvern sem er ekki hæfur til að sinna starfinu, er nefndin alla vega að hluta til ábyrg fyrir því ef peningum er stolið, útgjöld svæðisþjónustu eru ekki greidd og sjóðir eru ekki rétt bókfærðir. Það er mælt með því að svæði kjósi einstaklinga í þessa stöðu sem eru fjárhagslega traustir, byggja upp traust innan nefndarinnar og hafa umtalsverðan edrútíma. Reynsla af viðskiptum, endurskoðun, bókhaldi, eða af vellukkuðu gjaldkerastarfi innan deilda kemur einnig að góðu gagni.


Gjaldkeri tekur við framlögum frá hópum, hefur umsjón með reikningi svæðisþjónustu, greiðir leiguna fyrir fundaraðstöðu svæðisþjónustu, endurgreiðir stjórnarmeðlimum og formönnum undirnefnda útlagðan kostnað og gefur skýrslu á fjárhagsstöðu svæðisþjónustu á hverjum svæðisþjónustufundi. Sem ábyrgðarmaður sjóða svæðisþjónustu, er gjaldkeri einnig ábyrgur fyrir því að undirbúa ársfjórðungslega fjárhagsáætlun svæðisþjónustu. The Treasurer´s Handbook er hægt að nálgast hjá Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna, en hún inniheldur nánari útlistanir á starfi gjaldkera og flestum þeim eyðublöðum sem gjaldkeri þarf að hafa undir höndum við sína bókhaldsgerð.


Millifærslur fjármuna geta falið í sér fjölmörg vandamál fyrir gjaldkera svæðisþjónustu. Það eitt að hafa undir höndum háar fjárhæðir geta gert gjaldkera varnarlausan gagnvart ránum. Það eitt að meðhöndla háar fjárhæðir sem hafa ekki verið skráðar, getur einnig gert gjaldkera varnarlausan gegn tilhæfulausum ásökunum um þjófnað og getur jafnvel skapað ónauðsynlegar freistingar. Þetta er ástæða þess að við hvetjum hópa til að leggja framlög sín til svæðisþjónustu í formi ávísanna eða innlagnar á reikning, hvenær sem því verður komið við. Þegar gjaldkerar taka við fjárframlögum frá hópum á svæði þeirra, ættu þeir ávallt að útbúa reikning handa viðkomandi hóp strax og búa til annað afrit sem þeir geyma í sínu eigin bókhaldi.


Víðtæk reynsla hefur kennt okkur, að til að koma í veg fyrir þjófnað, ætti svæðisþjónusta ávallt að notast við tvær undirskriftir á reikningi sínum til að greiða fyrir reikninga sína. Til að slíkar færslur verði gildar, ættu bæði gjaldkeri og annar stjórnarmeðlimur svæðisþjónustu að skrifa undir úttektina.


Þessar varúðarráðstafanir eru gerðar til að vernda gjaldkera fyrir ásökunum og einnig til að vernda sjóði svæðisþjónustu. Frekari umræður um aðra þætti ábyrgðarstöðu gjaldkera er að finna í 4. Kafla handbókarinnar A Guide to Local Services in Narcotics Anonymous, þar sem ábyrgð gjaldkera og fjárhagsleg ábyrgð svæðisþjónustu er útskýrð til hlítar. Einnig geta lesendur kynnt sér meir um almenn sjónarmið fjáröflunar innan N.A., þar á meðal öryggi og ábyrgð, í umfjöllun um Ellefta Þjónustuhugtakið, en kafla um það hugtak er einnig að finna í sömu handbók.


Kosningar og endurkosningar

Sumar svæðisþjónustur halda kosningar fyrir alla fulltrúa sína og formenn undirnefnda að sama tíma ár hvert, annars staðar draga svæðisþjónustur kosningar sínar og velja þannig meðlimi fyrir hlutverk traustra þjóna á misjöfnum tímabilum ár hvert, svo nefndin sjálf búi ávallt yfir nýjum jafnt og reyndum reyndum leiðtogum. Stjórnarmeðlimir og formenn undirnefnda þjóna yfirleitt ekki lengur en tvö tímabil í sömu stöðunni og þjóna yfirleitt eitt ár í einu. Þetta tryggir okkur stöðugt flæði misjafnra sjónarmiða og hæfileika, jafnt sem ferskra hugmynda sem myndi sannlega skorta ef þessum stöðum væri haldið svo árum skiptir, af sömu einstaklingunum. Stöðug skipti traustra þjóna á sviði svæðisþjónustu hjálpar nefndinni einnig að varpa skýru ljósi á sjónarmið allra meðlima nefnda og kemur þannig í veg fyrir að störf nefndarinnar verði einungis framlenging á sjónarmiðum stakra einstaklinga. Endurkosningar ábyrgðar leggur einnig áherslu á að burðir okkar við að bera skilaboð batans gegnum þáttöku í þjónustu sé einungis ein af þeim leiðum sem við getum farið til að iðka Tólf Sporin, hvorki meira né minna né mikilvægari en hver önnur leið. Iðkun endurkosninga grundallast á þeirri trú félagsskapar okkar að þjónusta sé mikilvægari en þjónninn sjálfur, framlenging á þeirri erfðavenju okkar sem fjallar um nafnleyndina.


Svæðisþjónustur geta fest sér í sessi, ákveðin tengsl innan þjónustu á marga vegu. Eins og minnst var á í efnisgreininni hér að ofan, draga sumar svæðisþjónustur kosningu traustra þjóna sinna og tryggja þannig að allar nefndir búi yfir ákveðnu hlutfalli af reyndum leiðtogum. Margar svæðisþjónustunefndir hvetja einnig þá sem hafa lokið tímabili við formennsku sína, til að halda áfram störfum, annað hvort innan svæðisþjónustunnar sjálfrar eða innan annarra undirnefnda, ef áhugi fyrir slíku er ekki fyrir hendi, þá jafnvel sem óformlegir meðlimir. Með því að jafna út flæði kosninga svo reynsla fyrrum stjórnarmeðlima nýtist sem best, getur svæðisþjónusta nýtt allt það besta frá báðum heimum.


Undirnefndir


Á marga vegu eru tengsl svæðisþjónustu og undirnefnda hennar mjög keimlík því sem tengsl N.A. hópa við svæðisþjónustu eru. Önnur stig þjónustunnar eru þó gerólík þeim samskiptum. Alveg eins og hópar skipa svæðisþjónustu til að hjálpa þeim að framfylgja frumtilgangi sínum, þannig myndar Svæðisþjónustunefndin undirnefndir til að sinna hinni raunverulegu vinnu sem felst í að þjóna samtökin - A.T., S & S, Símanefnd, Skemmtinefnd og aðrar þjónustunefndir. Ef Svæðisþjónusta á að geta starfað eðlilega, verður Svæðisþjónusta að úthluta þeim nægilegu valdi til að fylgja eigin sannfæringu, svo þær geti uppfyllt skyldur sínar. Engu að síður, vegna þess að Svæðisþjónusta verður að standa skil á þjónustu undirnefnda gagnvart þeim hópum sem hún þjónar, verður Svæðisþjónusta að halda betur um undirnefndir sínar en hóparnir gera í Svæðisþjónustu sinni.


Jafnvægið milli áreiðanleika og skipun fulltrúa er afar viðkvæmt. Ef Svæðisþjónusta hefur of stíft taumhald á undirnefndum sínum, geta umræddar undirnefndir ekki þjónað sem skyldi. Ef Svæðisþjónusta veitir undirnefndum sínum aftur á móti of mikið vald til ákvarðanna, getur Svæðisþjónustan ekki svarað af fullri ábyrgð fyrir sjálfa nefndina gagnvart þeim hópum sem hún þjónar. Svæðisþjónusta ætti að vera vel upplýst um Tólf Þjónustuhugtökin, sér í lagi Fimmta Þjónustuhugtakið, þegar skipað er í undirnefndir og veita þannig undirnefndum fullt svigrúm til að þjóna af bestu getu, meðan haldið er fullum tengslum við ábyrgðina.


Svæðisþjónustunefndin er ekki aðeins ábyrgð fyrir því að þróa og viðhalda undirnefndum sem sinna öllum þjónustustigum; nefndin er einnig ábyrg fyrir vinnuskipulagi allra þessara nefnda, í samstarfi við aðra. Af þessum ástæðum þurfa allir meðlimir Svæðisþjónustu að vera vel upplýstir um starfsemi undirnefnda. Svæðisþjónusta tileinkar formönnum undirnefnda og umræðu um starfsemi nefndanna talsverðum tíma á öllum fundum sínum. Hægt er að nálgast handbækur, sem fjalla um starfsemi flestra þeirra nefnda sem starfa undir Svæðisþjónustu hjá Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna.


Flestar Svæðisþjónustur sem hafa nýverið tekið til starfa hafa sennilega ekki bolmagn til að styðja við allar þær undirnefndir, sem vel rekin og eldri Svæðisþjónusta gerir venjulega. Fremur en að reyna að setja upp allar undirnefndirnar á einu bretti, er mælt með því að nýjar Svæðisþjónustur gefi sér nægan tíma. Ganga verður úr skugga um að ábyrgðarhlutverk nýrra undirnefnda sé vel skipulagt í samræmi við þær undirnefndir sem eru þegar starfandi. Stofnið eina undirnefnd í einu og gefið þeirri undirnefnd næga athygli og stuðning meðan hún er að ná undir sig fótunum, áður en stofnuð er önnur undirnefnd.


Þýðingar

Undirnefnd Þýðinga sinnir helstu grunnþörfum sem hvert N.A. samfélag hefur: Nefndin sér til þess að boðskapur NA. samtakanna í bundnu máli sé aðgengilegur á móðurmáli meðlima N.A. á hverju landsvæði. Undirnefnd Þýðinga aðstoðar einnig við að þýða þjónustutengd samskipti og tímarit svo meðlimir NA. samtakanna geti tekið fullan þátt í lífi N.A. samtakanna á alþjóðavísu. Ef N.A. samtökin þín þurfa á Þýðingarnefnd að halda, en engin slík nefnd er starfandi í augnablikinu, mun Alþjóðaskrifstofa N.A. samtakanna aðstoða þig með ánægju. Til að afla þér frekari upplýsinga, bendum við þér á að hafa samband við Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna.


Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er við störf Þýðingarnefnd og hefur hluti lesefnis samtakanna þegar verið þýddur á íslensku. Til að afla þér frekari upplýsingar um þegar þýtt lesefni á vegum N.A. bendum við vinsamlegast á netfang Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Sjúkrahús og Stofnanir


Undirnefnd Sjúkrahúsa og Stofnanna útvegar fundarmenn til að bera boðskap N.A. samtakanna til fíkla sem hafa oftar en ekki enga aðra möguleika á því að heyra boðskap batans. Fastir meðferðarfulltrúar sjá um að eiga samskipti við skjólstæðinga á meðferðarheimilum, geðsjúkrahúsum og göngudeildum. Fastir fangelsisfulltrúar sjá um samskipti við fanga sem afplána í fangelsum, afplánunarstofnunum og réttargeðdeildum. Hægt er að nálgast handbókina Hospitals & Institutions hjá Undirnefnd S & S eða með því að skrifa til Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna en þar er útskýrt til fullnustu hvernig á að reka fundi, kjósa fulltrúa, eiga samskipti við tengiliði stofnanna og skipuleggja störf nefndarinnar.


Umfang þeirrar þjónustu sem S & S nefnd á hverju svæði rekur, veltur á nokkrum þáttum: sá fjöldi meðferðarstofnanna og fangelsa sem eru staðsett á svæðinu, sá fjöldi félaga innan N.A. sem hefur áhuga á þeirri þjónustu sem S & S býður og þeirri sameiginlegu reynslu sem samfélag N.A. á hverju svæði býr yfir.


Þær skyldur sem S & S gegnir spanna stundum einnig þær skyldur sem undirnefnd Almannatengsla hefur. Af þessari ástæðu, hvetjum við undirnefndir S & S og A.T. til árangursríkra samskipta og samstarfs. Á sumum svæðum, senda S & S og A.T. stundum í sameiningu einn eða tvo meðlimi á fundi hvers annars til að viðhalda samskiptum, í þeim tilgangi að draga úr möguleikanum á árekstrum sem geta myndast á þessum stigum þjónustu.


Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er við störf S & S nefnd og þjónustar nefndin fjölmargar meðferðarstofnanir. Til að afla þér frekari upplýsingar um þjónustu S & S nefndarinnar, eða óskir þú eftir að nefndin kynni þjónustu sína fyrir meðferðarstofnun þinni, bendum við vinsamlegast á netfang Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Einnig er hægt að sækja upplýsingar á opna, mánaðarlega fundi S & S nefndar, sem haldnir eru fjórða laugardag í hverjum mánuði kl. 17.00 í Gula Húsinu, Tjarnargötu 20.


Öllum áhugasömum meðlimum N.A. á Íslandi er velkomið að sitja fundinn.


Almannatengsl

Almenn markmið undirnefndar Almannatengslanefndar á hvejru svæði er að upplýsa fíkla og aðra meðlimi samfélagsins um möguleika á bata í Narcotics Anonymous. Þjónusta á vegum undirnefnda A.T. er afar mismunandi eftir svæðum. Einfaldasta form þjónustu sem A.T. stendur fyrir er útgáfa og dreifing auglýsingarita út í samfélagið, þar sem kemur fram að N.A. sé innan seilingar og að frekari upplýsingar sé hægt að nálgast, annað hvort með því að hringja í svæðisbundið númer N.A. samtakanna eða með því að mæta á N.A. fund. Þegar A.T. nefndir fara að taka á sig fastari mynd, sér nefndin oft fyrir almennum kynningarfundum sem haldnir eru fyrir meðlimi úti í samfélaginu, dreifing og hönnun auglýsinga í útvarpi og sjónvarpi, jafnframt því sem nefndin svarar fyrirspurnum frá almenningi.


Sumar A.T. nefndir skipa í aðskilda þjónustuhópa, sem eru kallaðir S.F.S. (skammstöfun fyrir Samskipti við Fagmenn í Samfélaginu) til að kynna enn fremur samskipti N.A. samfélagsins við fagmenn í meðferðargeiranum. Hægt er að nálgast handbókina A Guide to Public Information hjá svæðisbundnum A.T. nefndum eða með því að skrifa til Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna, en þar koma fram nákvæmari upplýsingar um hvernig á að sinna fjölmörgum skyldum sem miða allar að því að upplýsinga almenning betur um Narcotics Anonymous.


Mörg verkefni sem snúast um tengsl við almenning þjóna beinlínis þeim tilgangi að hvetja fólk til að hringja í svæðisbundið númer N.A. samtakanna til að fá frekari upplýsingar um N.A. samtökin. Vegna náinna tengsla A.T. og Símanefndar, getur þessum nefndum oft verið hjálplegt að styrkja samskiptin sín á milli. Sumar Síma- og A.T. nefndir hafa fyrir ófráviðvíkjanlega reglu að senda einn eða tvo meðlimi nefndarinnar á fundi hverrar annarrar, til að samhæfa samskiptin enn betur milli þeirra nefnda. Á sumum svæðum rekur ein og sama nefndin símalínu og almannatengslastarf N.A. samtakanna.


Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er við störf A.T. nefnd og gegnir nefndin margvíslegum störfum við kynningar á N.A. samtökunum á Íslandi. Til að afla þér frekari upplýsingar um þjónustu A.T. nefndarinnar, eða óskir þú eftir að nefndin kynni þjónustu sína fyrir starfssemi þinni, bendum við vinsamlegast á netfang Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Einnig er hægt að sækja upplýsingar á opna, mánaðarlega fundi Almannatengsla, sem haldnir eru fjórða laugardag í hverjum mánuði kl. 18.00 í Gula Húsinu, Tjarnargötu 20.


Öllum áhugasömum meðlimum N.A. á Íslandi er velkomið að sitja fundinn.


Símaþjónusta

Undirnefnd Símaþjónustu rekur upplýsingalínu fyrir Narcotics Anonymous, sem hjálpar fíklum og öðrum í samfélaginu að finna félagsskap okkar fljótt og örugglega. Sjálfboðaliðar símalínunnar eru oft fyrsti tengiliður milli samfélagsins í heild og N.A. félagsskaparins. Af þessari ástæðu er það afar mikilvægt að vandleg íhugun liggi að baki störfum þessarar nefndar.


Undirnefndir símaþjónustu hafa hver sinn hátt á skipulagningu við störf nefndarinnar, allt eftir því hvaða svæði á í hlut. Á sumum svæðum eru undirnefndir Almannatengsla og Símaþjónustu rekin sem ein heildstæð nefnd. Á smærri svæðum er símaþjónusta einfaldlega áframsending á stök símanúmer sem tilheyra einstaka meðlimum N.A. Á stærri landssvæðum, eru sumstaðar rekin tölvustýrð kerfi sem leiða innkomin símtöl áfram til sérstakra deilda eða þjónustufulltrúa sem geta veitt viðeigandi upplýsingar. Ef þörf er nánari upplýsinga um störf Undirnefndar Símaþjónustu, vinsamlegast flettið upp í handbókinni A Guide to Phoneline Service, sem fáanleg er á vegum Undirnefndar Símaþjónustu eða hafið samband við Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna.


Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er við störf Símanefnd, en númer neyðarsíma N.A. á Íslandi er 661 2915. Neyðarsíminn er opinn allan sólarhringinn og tekur við fyrirspurnum frá þeim sem vilja afla sér frekari upplýsinga eða þurfa á aðstoð að halda. Til að afla þér frekari upplýsingar um þjónustu Símanefndar, bendum við vinsamlegast á netfang Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Einnig er hægt að sækja upplýsingar á opna, mánaðarlega fundi Svæðisþjónustu, sem haldnir eru annan laugardag í hverjum mánuði kl. 17,00 í Gula Húsinu, Tjarnargötu 20.


Öllum áhugasömum meðlimum N.A. á Íslandi er velkomið að sitja fundinn.


Bókanefnd

Undirnefnd Bókanefndar viðheldur lager N.A. bóka og bæklingum, sem hópar geta keypt á mánaðarlegum Svæðisþjónustufundum. Á sumum svæðum, samanstendur þessi nefnd einungis af einum eða tveimur einstaklingum. Annars staðar, getur þessi nefnd þróast og samanstaðið af fleiri einstaklingum sem sjá um pantanir hópa, fylgjast með lagerstöðu og sjá um pantanir á lesefni til svæðisbundinnar skrifstofu N.A. samtakanna eða til Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna. Til að viðhalda nákvæmni sjóða N.A. samtakanna, óska flest svæði þess að sérstakur gjaldkeri haldi utan um fjármagn sem til er komið vegna sölu á N.A. lesefni. Undirnefndin hefur síðan samskipti við gjaldkerann og ber saman reikninga, þegar taka þarf á lagerstöðu. Svo hægt sé að skipuleggja það starf sem útheimtir pantanir deilda, bókhaldsútreikninga og endurpantanir á lesefni, er hægt að hafa samband við Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna, sem getur útvegað nauðsynleg gögn til starfans.


Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er við störf Bókanefnd og heldur nefndin utan um sölu og sérpantanair á öllu lesefni sem Alþjóðaskrifstofa N.A. samtakanna hefur gefið út til þessa dags. Einnig er hægt að panta fundarskrár gegnum Bókanefnd N.A. á Íslandi. Sent er í póstkröfu til þeirra sem óska, en allar pantanir skal staðgreiða við afhendingu. Sé umrætt lesefni ekki til á lager bókanefndar við pöntun, sér Bókanefnd um að sérpanta frá Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna og getur afhendingartími þá tekið nokkrum vikum. Til að afla þér frekari upplýsingar um þjónustu Bókanefndar, bendum við vinsamlegast á netfang Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Hér ber að líta pöntunar- og vörulista allra útgefinna bóka á vegum Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna.


Ath. að öll verð eru uppgefin í ísl. krónum.


Einnig er hægt að sækja upplýsingar á opna, mánaðarlega fundi Svæðisþjónustu, sem haldnir eru annan laugardag í hverjum mánuði kl. 17.00 í Gula Húsinu, Tjarnargötu 20.


Öllum áhugasömum meðlimum N.A. á Íslandi er velkomið að sitja fundinn.


Fréttabréf

Sum svæði mynda undirnefndir, sem gefa út staðbundin fréttabréf sem skráir viðburði á viðkomandi svæði og á landsvísu. Í einhverjum tilvikum birta fréttabréf sem þessi greinar um viðburði á vegum samtakanna á viðkomandi svæði svo og reynslusögur meðlima af bataleið N.A. Hafa skal í huga að fréttabréf gefin út á vegum N.A. eru oftar en ekki lesin með því hugarfari að hér tali rödd N.A. samtakanna og skiptir þá engu hversu margar yfirlýsingar undirnefnd Fréttabréfsins gefur út. Þess vegna hvetjum við Svæðisþjónustu til að ítreka afar vel mikilvægi Fimmta Þjónustuhugtaksins við myndun þessarar nefndar, sem tryggja á að ritstjórn fréttabréfsins fylgi ábyrgri stefnu samtakanna. Hægt er að nálgast handbókina Handbook for N.A. Newsletters gegnum Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna en þar er að finna frekari upplýsingar um hvernig skal reka undirnefnd Fréttabréfs.


Athygli skal vakin á því að N.A. á Íslandi gefur ekki út fréttabréf á vegum samtakanna í augnablikinu.


Skemmtinefnd

Dansiböll, lautarferðir, útilegur, sérstakir ræðumannafundir - þessum uppákomum og fleiri er komið á laggirnar á vegum undirnefndar Svæðisþjónustu. Uppákomur sem þessar geta vakið félaga okkar til aukinnar vitundar um eðli samfélagsins og samstöðu N.A. samtakanna, jafnframt því sem þær sjá Svæðisþjónustu fyrir aukreitis tekjum. Ávallt skyldi þó hafa í huga að uppákomur sem þessar eru hannaðar til að efla frumtilgang N.A. samtakanna, ekki til að koma í stað framlög stakra N.A. hópa til styrktar Svæðisþjónustu sem greiðir fyrir þjónustu undirnefnda.


Fáeinar athugasemdir verður að gera varandi réttmæti skráninga sem tengjast uppákomum innan N.A. Flestar uppákomur sem undirnefndir N.A. samtakanna standa fyrir eru auglýstar með upplýsingaritum sem innihalda upplýsingar um næstu uppákomu þeirra innan N.A. hópa á viðkomandi svæði. Ef upplýsingarit undirnefndar þinnar ber eitt af N.A. merkjunum sem sjá má hér að neðan, ætti smátt R með hring utan (það lítur svona út:


â) að birtast til hægri við merkið. Þetta merki sýnir að merkið er skrásett vörumerki N.A. samtakanna á heimsvísu og þetta kemur í veg fyrir að merki okkar sé misnotað utan félagsskaparins. Ef þörf er á frekari upplýsingum, vinsamlegast lesið handbókina Internal Use of NA Intellectual Property, sem hægt er að panta hjá Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna.


Sumar uppákomur sem undirnefndir hafa staðið fyrir, innihalda tombólur eða hlutaveltur af einhverju tagi, annað hvort til að fjármagna aðrar uppákomur eða sem aðskildar fjáraflanir. Taka má fram að í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum og fjölmörgum öðrum löndum fellur slíkt undir fjárhættuspil og er sem slíkt, ólöglegt. Uppákomur sem undirnefndir setja á laggirnar verður að skoða sérstaklega í hverju tilfelli, með tilliti til þess hvort slík hlutavelta, sérstaklega tombólur eða happdrætti, falla undir hagsmuni einstaklinga eða hvort slíkt getur átt við andlegar meginreglur sem fjalla um frjáls framlög einstaklinga sem Sjöunda Erfðavenjan boðar.


Athygli skal vakin á því að hér á Íslandi er við störf Skemmtinefnd og gegnir nefndin margvíslegum störfum og heldur jafnframt utan um allar uppákomur og afþreyingu á vegum á N.A. samtökunum á Íslandi. Til að afla þér frekari upplýsingar um þjónustu Skemmtinefndarinnar, eða hafir þú tillögur að skemmtidagskrá fyrir Skemmtinefndina, bendum við vinsamlegast á netfang Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Einnig er hægt að sækja upplýsingar á opna, mánaðarlega fundi Skemmtinefndar, sem haldnir eru annan laugardag í hverjum mánuði kl. 17,00 í Gula Húsinu, Tjarnargötu 20.


Öllum áhugasömum meðlimum N.A. á Íslandi er velkomið að sitja fundinn.


Outreach

Undirnefnd Outreach þjónar sem útrétt hendi starfandi N.A. samtakanna og ná til einangraðra hópa og fíkla, sér í lagi á afskekktum landssvæðum. Gegnum síma, póst og akandi tryggir nefndin að enginn hópur og enginn fíkill þurfi að fara gegnum allt ferlið aleinn, ef mögulegt er. Þessi undirnefnd heldur utan um landfræðilega staðsetningu einangraðra hópa og fíkla og kemur þeim í samband við samskiptaæð N.A. samtakanna.


Undirnefnd Outreach er ekki eina undirnefndin sem hefur það markmið að ná til fíkla sem eru einangraðir. Stundum eru fíklar einangraðir af öðrum orsökum en landfræðilegri staðsetningu; félagslegum, fjárhagslegum og menningarlegum orsökum. Til að mynda þjóna A.T., S & S og undirnefnd Símaþjónustu geta hjálpað Svæðisþjónustu okkar að beina sjónum okkar að þörfum fíkla í samfélagi okkar, sem af einhverjum orsökum, hafa ekki náð tengslum við N.A.


Svæðisþjónusta og undirnefndir hennar verða að gera hvað sem hægt er til að tryggja það að bati sé aðgengilegur til allra fíkla sem hans leita, burt séð frá aldri, kynþætti, kynhneigð, trúarsannfæringu, trú eða skort á trú. Þær undirnefndir sem starfa undir Svæðisþjónustu og taka á einhvern máta þátt í störfum tengdum outreach innan samfélagsins geta aflað frekari upplýsinga ef þörf er á gegnum Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna.


Athygli skal vakin á því að engin sérstök undirefnd er starfandi á vegum N.A. samtakanna á Íslandi í dag sem gegnir hlutverki Outreach, en hægt er að hafa samband við Svæðisþjónustu N.A. samtakanna á Íslandi ef frekari upplýsinga er þörf, sem mun útvega þjónustu viðeigandi undirnefnda, allt eftir því sem við á að hverju sinni.


Fundarskrár

Þó undirbúningur og gerð fundarskráa krefjist venjulega ekki myndunar sérstakrar undirnefndar, kýs viðkomandi Svæðisþjónusta yfirleitt einn eða fleiri fulltrúa sem eru ábyrgir fyrir prentun á fundarskrám með reglulegu millibili. Á sumum svæðum, sinnir formaður ákveðinnar undirnefndar þessu starfi; á öðrum svæðum er þessu starfi sinnt af einhverri af undirnefndum Svæðisþjónustu. Fundarskrár sýna á hvaða dögum, tímum, staðsetningu fundir eru haldnir ásamt því að birta aðrar upplýsingar sem varða N.A. fundi á viðkomandi svæði. Fundarskrár sýna gjarna:


Hvort fundurinn er opinn eða lokaður.

Fundarformið sjálft (Bókafundur, umræðufundur o.sv.frv.)

Aðstöðu á fundi (reyklaus o.sv.frv.)

Aðstöðu fyrir fólk með sérþarfir (aðgengi fyrir hjólastóla, táknmálstúlk, o.sv.frv.)

Ef fundurinn er haldinn fyrir minnihlutahópa (t.d. karla, kvennafundir, samkynhneigðir menn, samkynhneigðar konur.)

Á einhverjum tímapunkti hefur sú spurning komið upp á flestum svæðisþjónustufundum, hvort viðkomandi fundur eigi erindi í fundarskrá. Þau sex atriði sem hér eru skráð að neðan, eru notuð til viðmiðunar þegar svæðisþjónusta ákvarðar hvort viðkomandi fundur standist þær kröfur sem gerðar eru, áður en ákvörðun er tekin.


Þau atriði eru:


Þegar tveir eða fleiri meðlimir koma saman til að hjálpa hvert öðru að haldast edrú, er þeim leyfilegt að stofna N.A. hóp. Hér eru þau sex atriði, sem byggja á erfðavenjum okkar og lýsa N.A. hópum:


Allir meðlimir hópsins eru fíklar og öllum fíklum er frjálst að ganga til liðs við hópinn.

Hópurinn er sjálfbjarga.

Frumtilgangur hópsins er að hjálpa fíklum að ná bata gegnum ástundun Tólf Spora og Tólf Erfðavenja Narcotics Anonymous.

Hópurinn rekur engin samskipti utan við Narcotics Anonymous.

Hópurinn hefur enga skoðun á utanaðkomandi málefnum.

Almannastefnatengslastefna hópsins er byggður á aðlöðun fremur en áróðri.

Fundarskrár eru oft notaðar í tengslum við starfssemi Almannatengsla á vegum Svæðisþjónustu. Af þessari ástæðu hvetjum við einstaklinga og undirnefndir sem eru ábyrgar fyrir skráningu á staðsetningu funda á sínu svæði til að gæta sérstakrar nákvæmni. Nokkur atriði sem útheimta sérstaka athygli, er nákvæmni skráningar, útlit og notagildi á fundarskránum sjálfum og samkvæmni í þeim nöfnum sem notuð eru til að skrá þá hópa sem verið er að auglýsa.


Svæðisþjónustunefndir eru hvattar til að senda afrit af fundarskrám þeirra til Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna í hvert sinn sem fundarskrá þeirra er uppfærð. Einnig geta svæði uppfært upplýsingar um fundi þeirra á Veraldarvefnum,


www.na.org. Ef þörf er á frekari upplýsingum, vinsamlegast hafið samband við Fellowship Services, sem rekin er innan Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna. Nákvæmur, nýlegur listi af fundum hjálpar Alþjóðaskrifstofu N.A. samtakanna að viðhalda nýlegum fundalista sem hægt er að nota ef spurningar berast annars staðar af heimsbyggðinni.


Til að afla þér frekari upplýsingar um þjónustu Fundanefndarinnar, eða óskir þú eftir að nefndin skrái fund á þínu svæði í fundarskrá N.A. samtakanna á Íslandi, bendum við vinsamlegast á netfang Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Einnig er hægt að sækja upplýsingar á opna, mánaðarlega fundi Svæðisþjónustu, sem haldnir eru annan laugardag í hverjum mánuði kl. 17,00 í Gula Húsinu, Tjarnargötu 20.


Öllum áhugasömum meðlimum N.A. á Íslandi er velkomið að sitja fundinn.


Sérverkefnanefndir

Stundum koma upp spurningar innan Svæðisþjónustu, jafnvel sérstök verkefni sem falla ekki undir neina ríkjandi starfssemi undirnefnda. Jafnvel er Alþjóðaskrifstofa N.A. samtakanna um þær mundir að undirbúa útgáfu á nýju lesefni og viðkomandi svæði hefur verið beðið að afla upplýsinga frá meðlimum sínum. Kannski koma meðlimir upp með nýja hugmynd að N.A. tengdu lesefni sem þeir vilja þróa betur, áður en þeir afhenda Alþjóðaskrifstofu hugmyndina fullgerða. Stundum standa hópar á viðkomandi svæði frammi fyrir erfiðleikum í tengslum við staði til að halda fundi sína og vilja að Svæðisþjónusta beiti kröftum sínum fyrir því að leysa málið. Eða kannski þykir nefndinni kominn tími til að þróa sinn eigin leiðarvísi. Í slíkum tilfellum getur Svæðisþjónusta skipað sérstaka nefnd, Sérverkefnanefnd, til að vinna málið.


Sérverkefnanefndir eru settar upp í sérstökum tilgangi og hafa afmarkaðan líftíma. Þegar nefndin hefur lokið störfum sínum, er hún leyst upp. Til að stofna Sérverkefnanefnd, ætti Svæðisþjónustan að skilgreina sérstaklega hver tilgangur nefndarinnar er, hvaða ábyrgðarsvið og efni hún hefur, og hversu langan tíma verkið ætti að áætla. Þegar það liggur fyrir skipar formaður Svæðisþjónustu annað hvort fulla nefnd til starfans eða einungis formann nefndarinnar, sem svo setur saman nefndina þegar tími er kominn til þess. Þegar Sérverkefnanefndin hefur lokið störfum sínum, er nefndin leyst upp.


Athygli skal vakin á því að engar starfandi Sérverkefnanefndir eru starfandi á vegum N.A á Íslandi í augnablikinu. Hafir þú áhuga á að koma á laggirnar slíkri nefnd vegna tilfallandi sérverkefna á vegum samtakanna, eða hafir þú hugmynd að sérverkefnum á vegum N.A. á Íslandi, bendum við þér á að hafa samband við Svæðisþjónustu N.A. á Íslandi.


Netfang Svæðisþjónustunefndar er

nai@nai.is