Lesefni á íslensku (pdf)


Lesefni og Varningur

Árið 2012 var stofnuð á ný undirnefnd undir Landsþjónustunefnd sem ber ábyrgð á þýðingu og útgáfu á NA lesefni fyrir íslenskumælandi fíkla. Sú nefnd kallast þýðingarnefnd. Hún hafði ekki verið starfandi um nokkurt skeið. NA bókin á íslensku kom út 19. desember 2015. Fram að því hafði eingöngu verið hægt að lesa bókina á ensku eða á íslensku í ósamþykktri útgáfu, svokallaðri "frankenstein" útgáfu. Sú þýðing var afrakstur vinnu nokkurra NA meðlima sem þýddu hluta og hluta í sjálfboðastarfi. 

Eitt af fyrstu verkefnum Þýðingarnefndar var að útbúa orðalista eða "glossarý" sem þýðandi myndi fylgja. Það glossarý byggir á bæklingi sem ber heitið Who, What, How & Why á frummálinu. Lokið var við að yfirfara og fá þann mikilvæga bækling samþykktan haustið 2014. Afraksturinn má sjá í viðhengi við þessa síðu* og lesa hér á vefnum: 

Þegar nefndin hefur lokið við að yfirfara og lagfæra þá bæklinga sem búið var að samþykkja og fá þá þýðingu samþykkta af NA samtökunum þá verður þeim bætt við í skjalageymsluna neðar á síðunni. Hægt er að senda ábendingar til þýðingarnefndar, t.d. um áhugaverðar reynslusögur, NA lesefni sem mætti þýða o.fl. með því að senda tölvupóst á þýðingarnefnd.

Þeir sem hafa áhuga á eldra  eða ósamþykktu lesefni geta fengið aðgang að því á Google Drive með því að senda tölvupóst á vefstjórann.

Virðingarfyllst,

þýðingarnefnd

*Um er að ræða Adobe reader skjöl. Hægt er að hlaða niður Adobe reader forritinu hér.
SelectionFile type iconFile nameDescriptionSizeRevisionTimeUser
Ċ
View Download
  199k v. 2 Feb 19, 2015, 1:57 PM Illugi Torfason